Fara í efni

Landsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

11.07.2017
Frá Landsmótinu á Hólum 2016

Á fimmtudaginn hefst landsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal en mótið stendur yfir dagana 13. - 16. júlí. Það er hestamannafélagið Skagfirðingur sem stendur fyrir mótinu sem er WorldRanking mót og er aðstaðan á Hólum glæsileg í alla staði og ein sú besta á landinu.

Keppendur geta leigt hesthúsapláss á Hólum, fín gisting er á staðnum fyrir keppendur og gesti, veitingastaðurinn Undir Byrðunni ásamt öllum þeim fjölmörgu gistimöguleikum og afþreyingu sem í boði er um allt héraðið s.s. sýningar, söfn, sundlaugar, veitingar og ýmislegt fleira ásamt fjölmörgum sögufrægum stöðum sem gaman er að heimsækja.

Dagskrá mótsins má nálgast á Facebook-síðu mótsins.