Fara í efni

Landsáætlun um sóttvarnir hafna og skipa kynnt

08.03.2017
Fulltrúar á kynningarfundi um landsáætlun um sóttvarnir hafna og skipa

Þriðjudaginn 7. mars sl. var haldinn fundur á Sauðárkróki til að kynna landsáætlun um sóttvarnir hafna og skipa, viðbragðsáætlun almannavarna. Markmið fundarins var að kynna landsáætlun meðal viðbragðsaðila innan sóttvarnaumdæma.

Fundinum stjórnuðu Friðjón V. Pálmason frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Íris Marelsdóttir frá sóttvarnalækni.

Á fundinum voru fulltrúar frá lögreglunni á Norðurlandi vestra, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Almannavarnanefnd Skagafjarðar, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Skagafjarðarhöfnum og Rauða krossi. Fulltrúar björgunarsveita áttu því miður ekki heimangengt.