Fara í efni

Landgræðslunemar í heimsókn

25.08.2015
Landgræðslunemar í heimsókn

Nemendur í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðuþjóðanna voru á dögunum í kynnisferð um Skagafjörð í fylgd Bjarna Maronssonar héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á Norðurlandi vestra. Nemarnir voru 13 frá sjö löndum í Afríku og Asíu. Samkvæmt frétt á vefsíðu Landgræðslunnar skoðuðu þeir m.a. bakkavarnir í Héraðsvötnum við Syðstu-Grund, uppgræðslu á Garðsandi, illa farið land vegna ofbeitar hrossa og uppgræðslu á Eyvindarstaðaheiði. Þeir heimsóttu einnig Háskólann á Hólum þar sem Erla Björk Örnólfsdóttir tók á móti hópnum og fengu sögustund við styttuna af Jóni Ósmann. Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri bauð nemunum til móttöku í ráðhúsinu og kynnti fyrir þeim starfsemi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.  Landgræðslunemar í heimsóknLandgræðslunemar í heimsókn