Fara í efni

Kynning á tillögu um hættumat á ofanflóðum á Sauðárkróki

10.11.2015

Kynning á tillögu á hættumati á ofanflóðum á Sauðárkróki verður í opnu húsi á Kaffi Krók fimmtudaginn 12. nóvember kl 16 - 18:30. Fulltrúar hættumatsnefndar verða á staðnum ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og kynna hættumatið. Þar gefst íbúum tækifæri til að fá nánari upplýsingar og koma á framfæri athugasemdum.

Tillagan var unnin af Veðurstofu Íslands og hættumatsnefnd Skagafjarðar en umhverfisráðherra skipaði nefndina 8. janúar 2013 í samræmi við ákvæði reglugerðar nr 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða. Tillagan verður aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins og einnig á heimasíðu Veðurstofu Íslands en þar er tillagan og helstu skýrslur sem liggja henni til grundvallar. Hættumatsnefnd mun síðan leggja tillöguna fyrir umhverfisráðherra til formlegrar samþykktar og skal sveitarstjórn gera áætlun um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á hættusvæðum innan sex mánaða frá staðfestingunni.

Kynningarbæklinginn má nálgast hér.