Fara í efni

Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Vegagerðina

12.02.2015
Sauðárkrókshöfn

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Vegagerðarinnar um starfsleyfi fyrir rekstur bikbirgðastöðvar á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar.

Stofnunin hefur unnið tillögu að starfsleyfi vegna framleiðslunnar. Í tillögunni er lagt til að heimilt sé að taka á móti og geyma í stærsta geymi allt að 960 rúmmetra af biki (bitumen) eða þau önnur olíuefni sem eru ætluð til malbiks og olíumalarframleiðslu.

Tillagan ásamt umsóknargögnum liggur frammi í Ráðhúsinu til 9. mars 2015. Tillöguna ásamt umsóknargögnum má einnig nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 9. mars 2015.