Fara í efni

Kynning á hættumati á ofanflóðum á Sauðárkróki

13.11.2015
Eymundur Jóhannsson skoðar kort ásamt formanni hættumatsnefndar Gunnari G. Tómassyni

Á fundi byggðarráðs í gær þann 12. nóvember kynntu fulltrúar í Hættumatsnefnd Skagafjarðar tillögu að hættumati vegna ofanflóða á Sauðárkróki fyrir byggðarráðsfulltrúum. Í opnu húsi á Kaffi Krók síðar um daginn gafst íbúum kostur á að kynna sér tillöguna og fá svör við spurningum sínum.  Nú verður tillagan til sýnis í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut til 18. desember nk. Á þeim tíma gefst almenningi kostur á að kynna sér tillöguna og gera við hana athugasemdir ef tilefni þykir til. Að þeim tíma liðnum mun hættumatsnefndin fjalla aftur um tillöguna og fara yfir athugasemdir og ábendingar sem kunna að berast á auglýsingartíma. Að því loknu verður tillagan lögð fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar.Frá kynningarfundi á Kaffi Krók

Kynningarbæklinginn má sjá hér.