Fara í efni

Upptaka frá Kynningu á fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026

01.12.2022

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 var kynnt á íbúafundi í kvöld, fimmtudaginn 1. desember.

Um rafrænan íbúafund var að ræða sem fram fór á Teams.

Um þessar mundir er unnið að gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins sem lögð var fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 16. nóvember sl. og er síðari umræða á dagskrá 14. desember nk.

Á fundinum var sagt frá starfsemi sveitarfélagsins og stærstu verkefnum næstu ára. Gafst gestum færi á að spyrja sveitarstjóra og kjörna fulltrúa spurninga.

Hér má sjá glærukynningu á fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026.

Hér að neðan er upptaka frá kynningunni: