Kvennafrídagurinn

Frá Skagafirði
Frá Skagafirði

Miðvikudaginn 24. október 2018 eru konur um allt land hvattar til að leggja niður störf kl. 14:55 og taka þátt í samstöðufundum til að vekja athygli á launamun kynjanna. Í Varmahlíð verður einn slíkur haldinn undir kjörorðinu „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“. Hægt er að finna viðburðinn á facebook undir heitinu Kvennafrí 2018 – Kvennaverkfall.

Langflest starfsfólk leikskóla eru konur og eru foreldrar og forráðamenn leikskólabarna því hvattir til að sækja börn sín á leikskóla fyrir þennan tíma á miðvikudag og sýna þannig samstöðu í verki.