Fara í efni

Kvenna­verk­fall 24. október

23.10.2025

Föstu­daginn 24. október verður kvenna­verk­fall um land allt. Vegna þessa er viðbúið að þjónusta á vegum Skagafjarðar verði skert eða þyngri í vöfum.

Samtök launafólks ásamt fjölmörgum öðrum baráttusamtökum kvenna og hinsegin fólks standa að deginum, en nú eru 50 ár liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf til þess að krefjast jafnréttis. Konur og kvár eru hvött til að taka þátt í skipulagðri dagskrá og lágmarka þá vinnu og ábyrgð sem felst í annarri og þriðju vaktinni.

Íbúar og foreldrar/forráðamenn eru hvött til að fylgjast með tilkynn­ingum frá stofn­unum vegna mögu­legra breyt­inga á starf­semi.

Skagafjörður styður við aðgerðirnar með þeim hætti að ekki verður litið á fjarvistir kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá, með samþykki stjórnanda, sem óréttmætar né verði dregið af launum vegna þeirra.