Króksmótið verður um helgina á Sauðárkróki

Mótssvæðið
Mótssvæðið

Króksmót FISK Seafood hefur verið haldið í áraraðir á Sauðárkróki en mótið er fótboltamót fyrir stráka í 6. og 7. flokki.  Þetta árið verður mótið haldið dagana 11.-12. ágúst.  Allir leikir fara fram á aðalíþróttasvæðinu í hjarta bæjarins.  

Dagskrá mótsins hefst með fyrstu leikjum kl. 9 á laugardaginn. Hoppukastalar verða blásnir upp við íþróttahúsið kl. 10, systkinamót verður haldið fyrir börn 3-5 ára kl. 14 og kvöldvakan verður á sínum stað kl. 19:30. Síðustu leikjum líkur um kl. 14-15 á sunnudaginn. 

Búist er við fjölmenni á mótinu, en 116 lið hafa skráð sig til leiks, eða um 700-800 keppendur ásamt aðstandendum.

Allar upplýsingar um mótið er að finna á www.tindastoll.is/fotbolti/kroksmot/kroksmot-1 og Facebook síða mótsins er https://www.facebook.com/kroksmot/ 

Við hvetjum Skagfirðinga og gesti til þess að kíkja á þessa skemmtilegu fótboltaveislu.