Fara í efni

Kosning um nafn á sorpmóttökustöð í Varmahlíð

04.11.2020
Sorpmóttökustöðin í Varmahlíð. Mynd tekin í sumar

Nýverið óskaði Sveitarfélagið Skagafjörður eftir hugmyndum Skagfirðinga um nafngift á nýju sorpmóttökustöðina í Varmahlíð. Undirtektir fólks voru afskaplega ánægjulegar og bárust alls inn 62 tillögur. Umhverfis- og samgöngunefnd ákvað á fundi sínum í gær að leita til íbúa og setja 5 álitlegustu nöfnin að mati nefndarinnar til atkvæðagreiðslu. 

Tillögurnar 5 má finna hér að neðan og geta íbúar kosið á milli nafnanna. Verður hægt að kjósa um nafn til og með 9. nóvember nk. Úrslitin verða kynnt við formlega opnun stöðvarinnar laugardaginn 14. nóvember næstkomandi.

Smelltu hér til að kjósa