Kaldavatnslaust á Hofsósi

Vegna bilunar þarf að loka fyrir kaldavatnið á Hofsósi um einhvern tíma í dag (29. júlí). Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.