Jón Jökull Jónsson ráðinn í starf umsjónarmanns verkstæðis
12.02.2025
Jón Jökull Jónsson hefur verið ráðinn í starf umsjónarmanns verkstæðis á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði.
Jökull er með 30 ára reynslu í bílaviðgerðum en hann hefur starfað m.a. á Bílaverkstæðinu Pardus á Hofsósi, Bílaverkstæðinu Áka og nú síðast á Bílaverkstæði KS þar sem hann hefur starfað í rúman áratug. Jökull hefur unnið við viðgerðir á allskonar tækjum og vinnuvélum, allt frá sláttuorfum til stórra vörubíla og allt þar á milli. Hann er með vinnuvélaréttindi og hefur lokið fyrsta stigi vélstjórnar. Í frístundum hefur hann smíðað breytta jeppa og gert upp bifreiðar.
Jökull mun hefja störf hjá sveitarfélaginu í mars og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í sínum störfum.