Jólaljósin tendruð á Kirkjutorgi á laugardag kl 15:30

Það verður hátíðarstemning á Sauðárkróki á morgun, laugardaginn 2. desember, þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri mun flytja hátíðarávarp, Stjörnukór og Barna- og unglingakór Tónadans syngja, Benedikt Búálfur og félagar stíga á svið og dansað verður í kringum jólatréð. Þá hefur einnig heyrst að jólasveinarnir og Grýla og Leppalúði verði á ferðinni. Athöfnin hefst kl. 15:30.

Við hvetjum alla til þess að fjölmenna snemma í bæinn og njóta aðventustemningarinnar í gamla bænum að ógleymdu jólahlaðborði Rótarýklúbbs Sauðárkróks sem verður í íþróttahúsinu á milli kl. 12-14. Fullkomið tækifæri til þess að eiga góða stund saman!