Jóladagatal, samverudagatal Skagafjarðar komið í loftið

Jóladagatal Skagafjarðar er komið í loftið í annað sinn. Jóladagatalið er samverudagatal, hugsað til gamans, með hugmyndum af samverustundum fjölskyldunnar í aðdraganda jóla. Smellt er á hvern dag fyrir sig og upp koma hugmyndir af samverustundum sem hægt er að nota eða breyta aðeins eins og hverjum og einum hentar.

Til þess að opna dagatalið er farið inn á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is og smellt á myndina "Jóladagatal Skagafjarðar" efst á síðunni. Einnig er hlekkur á jóladagatalið á Facebook síðu Skagafjarðar (smellt á myndina efst á forsíðu til að nálgast hlekkinn).

Þess má einnig geta að jóladagskrá Skagafjarðar, þar sem haldið er utan um viðburði í Skagafirði á aðventu og jólum er að finna í viðburðardagatalinu neðst á heimasíðu. Jóladagskrá Skagafjarðar birtist einnig í Sjónhorninu í hverri viku fram að jólum.

Gleðilega aðventu!