Fara í efni

Jól í skókassa

12.11.2014
Börn í Brúsabæ

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

Börn og starfsfólk leikskólans Tröllaborgar tóku þátt í verkefninu líkt og undanfarin ár og var sett í tvo skókassa að þessu sinni. Börnin í Brúsabæ tóku saman gjöf fyrir stelpu 3-6 ára og börnin í Barnaborg fyrir strák 3-6 ára en að þessu sinni verða gjafirnar sendar til Úkraníu.