Jafnréttisvika 24. október - 1. nóvember

Jafnréttisþing hefur verið boðað 1. nóvember á vegum Jafnréttisráðs og velferðarráðuneytis. Vikan fyrir þingið 24. okt. – 1. nóv. verður helguð jafnréttismálum og er tilgangurinn að minna á jafnan rétt karla og kvenna sem lög kveða á um. Þingið ber yfirskriftina, Ísland best í heimi, verður á  Hilton Hótel Reykjavík og hefst kl. 9:00. Tilgangur þingsins er að efna til samræðu milli stjórnvalda og þjóðar um kynjajafnrétti og gefa áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum. Margar hliðar jafnréttis verða ræddar en aðaláherslan verður lögð á jafnrétti á vinnumarkaði.

Jafnréttisstofa leggur áherslu á að vakin sé athygli á jafnréttisvikunni en henni er ætlað að slá taktinn fyrir þingið.

Lesa meira hér: