Fara í efni

Jafnlaunagreining 2023

13.12.2023

Á dögunum fór fram árleg launagreining hjá sveitarfélaginu í tengslum við úttekt á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins. Gögn sem notuð voru til launagreiningar voru launaupplýsingar í útborgun 1. nóvember 2023. Greind voru grunnlaun, föst laun og heildarlaun. Niðurstöður launagreiningar sýna að óútskýrður launamunur milli kynjanna á föstum launum hjá Skagafirði gæti vart verið minni en hann mælist 0,1% körlum í óhag. Launagreiningin var unnin af Attentus ehf. í samstarfi við launadeild og mannauðsstjóra sveitarfélagsins.

Skagafjörður hlaut jafnlaunavottun árið 2021 sem gildir til 2024. Vottunin staðfestir að starfsfólk sveitarfélagsins sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.