Fara í efni

Íþróttamaraþon 10. bekkjar í Varmahlíð

26.03.2015
Mynd Varmahlíðarskóli

Íþróttamaraþon 10. bekkjar Varmahlíðarskóla er árviss viðburður þar sem krakkarnir stunda ýmsar íþróttir í sólarhring. Nú í ár er 21 nemandi í 10. bekk sem er óvenjulega stór árgangur í skólanum. Krakkarnir byrjuðu með viðhöfn á hádegi í dag þegar allir í skólanum mættu í íþróttahúsið og  tóku þátt með þeim í byrjun. Maraþoninu lýkur á hádegi á morgun, föstudag.

Íþróttamaraþonið er stór þáttur í fjáröflun 10. bekkjar fyrir útskriftarferðinni sem er til Danmerkur. Söfnunin hefur gengið vel og sjá krakkarnir fram á góða daga í Kaupmannahöfn í maí.