Uppfært - Íþróttamannvirki Skagafjarðar lokuð og allt skólahald fellur niður í leik- og grunnskólum í Skagafirði vegna veðurs

Öll íþróttamannvirki í Skagafirði verða lokuð á morgun, þriðjudag, vegna veðurs. Þá fellur allt skólahald niður í grunn- og leikskólum í Sveitarfélaginu Skagafirði. Einnig fellur skólahald niður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Verður staðan skoðuð á morgun hvort lokanir verði einnig á miðvikudag. Fólk er hvatt til að sýna aðgát í veðrinu á morgun.