Fara í efni

Íbúar spari heita vatnið og sundlaug Sauðárkróks lokuð

09.02.2024

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum:

Staðan á heita vatninu á Sauðárkróki er ekki góð sem stendur og eru íbúar þar sem og annars staðar í héraðinu beðnir að fara sparlega með heita vatnið.

Búið er að minnka vatnsnotkun hjá stórnotendum, en það dugar ekki til og því er komið að heimilunum að spara þar sem það er hægt.

Af sömu ástæðu hefur sundlaug Sauðárkróks verið lokað og þ.m.t. heitum pottum, gufu og eimbaði.

Minnt er á að fara yfir stýringar á snjóbræðslum og að rennsli í heita potta miðist við að halda þeim frostfríum.

Hafið glugga lokaða og lækkið á ofnum í herbergjum sem ekki eru í notkun.

Vonandi dugar þetta til að koma okkur í gegnum þennan frostakafla en þá verða allir að leggjast á eitt.