Fara í efni

Íbúafundur um hönnun á bættu aðgengi í Staðarbjargavík

08.09.2023
Mynd: Landform

Í síðustu úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hlaut Skagafjörður styrk fyrir hönnun á bættu aðgengi í Staðarbjargavík á Hofsósi. Staðarbjargarvík er þekkt fyrir stuðlaberg og hefur ferðamannastraumur í víkina aukist jafnt og þétt síðustu ár. Í dag er tréstígi sem er kominn til ára sinna sem liggur niður á stuðlabergsklöppina og veitir þaðan aðengi í víkina. Mikilvægt þykir að bæta öryggi þeirra sem leggja leið sína í Staðarbjargavík.

Í sumar hófst gagnaöflun um svæðið þar sem mælingar voru framkvæmdar og teknar myndir af svæðinu sem notað verður í hönnunarvinnuna. Fyrirtækið Landform landslagsarkitektar munu halda utan um hönnunarvinnuna en þau hafa meðal annars komið að bættu aðgengi við Seljarlandsfoss, Skógafoss og Dynjanda.

Nú tekur við hönnunarferlið og vill Skagafjörður því boða til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi þriðjudaginn 12. September kl 17:00. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á verkefninu að koma og kynna sér verkefnið ásamt því að taka þátt í mótun þess.

Til að áætla fjölda þarf að skrá sig á fundinn með því að smella hér