Íbúafundur á Hofsósi í dag

Hofsós
Hofsós

Íbúafundurinn sem frestað var í síðustu viku verður í dag miðvikudaginn 5. desember kl 17 í Höfðaborg á Hofsósi. Umræðuefnið er fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 og hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirra í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjármálastefnu.