Fara í efni

Íbúafundir um sameiningarmál í kvöld og annað kvöld. Breytt fyrirkomulag.

07.02.2022

Íbúafundir um sameiningarmál Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps fara fram í kvöld og annað kvöld. Á fundunum verður kynning á framtíðarsýn samstarfsnefndar og forsendum fyrir sameiningartillögu hennar. Í kjölfar kynningarinnar gefst íbúum færi á að ræða niðurstöðurnar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þær og sameiningu sveitarfélaganna almennt. Efnistök fundanna tveggja eru hin sömu en tilgangur þess að halda tvo fundi er að gefa sem flestum íbúum tækifæri til að taka þátt.

Í ljósi óhagstæðs veðurs og takmarkaðrar skráningar á staðfundi hefur verið ákveðið að aflýsa áður auglýstum fundum í Miðgarði, á Hofsósi og á Sauðárkróki. Í staðinn verður rafrænn fundur í kvöld, mánudaginn 7. febrúar kl. 20 og staðfundur í Héðinsminni annað kvöld, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20. Báðir fundir eru opnir öllum íbúum í Skagafirði.

Nánari upplýsingar er að finna á vef sameiningarverkefnisins www.skagfirdingar.is.