Fara í efni

Hvað má fara í grænu tunnuna? Og hvernig?

27.04.2017
Flokka ehf rekur móttökustöð sorps á Sauðárkróki

Starfsfólk Flokku fær oft fyrirspurnir um hvernig á að ganga frá því sem má fara í grænu tunnuna og hvað það er sem má fara þangað. Starfsfólk Flokku vill koma upplýsingum á framfæri um það hvernig skal koma reglu á ruslið. Eftirfarandi upplýsingar eru teknar af www.flokka.is.  


 Þetta má fara í grænu tunnuna og svona þarf að ganga frá því:

  • Allt plast - stíft og plastfilma. Þetta má fara saman í einn glæran poka í þá grænu. Þetta geta verið umbúðir t.d. undan skyri, jógúrt, sýrðum rjóma, sósum og þess háttar. Einnig öll mjúk plastfilma t.d. utan af brauði, kartöflum, sælgæti, eldhúsbréfum ... passa að hreinsa dósir vel.
  • Allur pappír - (þó ekki jóla og gjafapappír) - má fara laus, gott að nota t.d. Cheerios kassa eða eitthvað álíka til að halda þessu saman - óþarfi samt að setja í poka. Með pappír er átt við t.d. blöð, dagblöð, pappa utan af kexi, morgunkorni eða öðru.
  • Bylgjupappír - má fara laus. Bylgjupappír er t.d. pizzu kassar, pakkar undan þvottadufti, undan bjór, hvít- og rauðvíni.. mikilvægt að brjóta pappaumbúðirnar saman svo þær taki minna pláss. Stærri pappakössum t.d. utan af húsgögnum á að skila hingað til okkar.
  • Mjólkurfernur. Brjóta saman og fella ofaní eina tóma - passa að skola vel áður og þurrka.
  • Málmar - niðursuðudósir, lok, tappar, álpappír, álbox af t.d. sprittkertum, aðrir smáhlutir úr málmum. Sett í glæran poka og í þá grænu.

MJÖG MIKILVÆGT ER AÐ UMBÚÐIR SÉU HREINAR OG AÐ ANNAÐ RUSL FARI EKKI Í GRÆNU TUNNUNA.

Gler fer í urðun og einnig samansettar umbúðir þar sem t.d pappi er í ytri umbúðum en ál í þeim innri s.s. ávaxtasafafernur, swiss miss umbúðir og þess háttar.

Svo minnum við á bækling Flokku sem er enn í gildi. Eina breytingin er að allt plast má fara saman og ekki skal setja pappír í poka.