Fara í efni

Hunda- og kattahreinsun á Sauðárkróki

14.02.2025

Fimmtudaginn 20. febrúar nk. býður dýralæknir skráðum hunda- og kattaeigendum upp á hreinsun gæludýra í Áhaldahúsinu, Borgarflöt 27 á Sauðárkróki. 

 

Kattahreinsun verður frá kl. 16:00 - 17:00 og hundahreinsun verður frá kl. 17:00 - 18:00.

 

Hreinsunin er innifalin í verði gæludýraskráningar og stendur skilvísum gæludýraeigendum til boða.

 

Viljum við minna á að eigendum hunda í öllu sveitarfélaginu er skylt að láta hreinsa hunda sína einu sinni á ári, til að stemma stigu við útbreiðslu sníkjudýra. (Reglugerð um hollustuhætti, 57. gr. 941/2002.)

 

Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi.

 

Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002

Samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði