Hreyfivika UMFÍ

Sundlaugin á Hofsósi
Sundlaugin á Hofsósi

Dagana 21. - 27. september er svokölluð hreyfivika UMFÍ og verður ýmislegt í boði í Skagafirði. Hreyfivika UMFÍ "MOVE WEEK" er Evrópsk herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. Samkvæmt vef þessa verkefnis tóku yfir 1 milljón manns þátt í fyrra en þetta er stærsta lýðheilsuherferð í Evrópu og er markmiðið að fjölga íbúum álfunnar sem hreyfa sig reglulega.  

Það verður frítt í sundlaugarnar í Skagafirði í tilefni hreyfivikunnar, Golfklúbbur Sauðárkróks býður fólk velkomið á mánudag og þriðjudag að prófa golfherminn, frítt verður í tækjasal Þreksports fá mánudegi til föstudags, opnir æfingatímar hjá Körfuknattleiksdeild Tindastóls, sundkeppni milli sveitarfélaga og Knattspyrnudeild Tindastóls býður til foreldrafótbolta í íþróttahúsinu á Króknum föstudaginn 25. september.

Nánari dagskrá má finna hér.