Fara í efni

Söfnun dýrahræja - Tilkynning

30.05.2024

Tilkynning frá Íslenska gámafélaginu til íbúa Skagafjarðar sem nýta sér þjónustu hræbíls:

Panta þarf bílinn fyrir kl. 8:00 á miðvikudagmorgni í síma 453-5000 eða senda tölvupóst til kl. 8:00 á miðvikudagsmorgni á Heiðrúnu Ósk Jakobínudóttur á netfangið heidruno@igf.is. Ef það næst ekki kemur hræbíllinn í vikunni á eftir.

Boðið er upp á þjónustu hræbílsins vikulega frá apríl til október og á 2ja vikna fresti yfir vetrarmánuðina frá nóvember til mars.