Hönnunarkeppnin Stíll í Húsi frítímans 28. október

Keppendur í Stíl 2011
Keppendur í Stíl 2011

Hin árlega hönnunarkeppni Stíll verður 28. október í Húsi frítímans kl. 17-18 þar sem tvö lið eru skráð til keppni. Keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun og er þemað í ár tækni. Það lið sem vinnur fer síðan í Hörpuna þann 29. nóvember.

Markmið keppninnar er að hvetja unglinga til listsköpunar og veita þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunar. Einnig er keppninni ætlað að vekja jákvæða athygli á sköpunarhæfileikum þeirra og gefa þeim kost á að koma hugmyndum sínum á framfæri og hitta aðra unglinga með sömu áhugamál. 

Allir eru velkomnir að koma og fylgjast með keppninni !