Hofsós heim 2025 - Bæjarhátíð með fjöri og fjölbreyttri dagskrá
Bæjarhátíðin Hofsós heim 2025 hófst í gær þegar Sóli Hólm steig á svið í Höfðaborg og sló í gegn með bráðfyndnu uppistandi. Hláturinn var svo sannarlega í fyrirrúmi og vert er að nefna að uppistandssýningin verður endurtekin í kvöld. Miðasala fer fram á tix.is.
Dagskráin í ár er glæsileg að vanda og öll ættu að geta fundið eitthvað eitthvað við sitt hæfi. Í dag verður meðal annars í boði gönguferð í fylgd Kristínu og Ástu Einars frá Gróf að Hofsósi, súpur bornar fram í bænum og sundlaugapartý fyrir yngri kynslóðina hefst kl. 21:00.
Laugardagurinn verður ekki síðri — fjölskyldudagur með leiktækjum, andlitsmálningu, listamarkaði, fjörugum leikjum, brennu og að sjálfsögðu stórtónleikar með Stuðlabandinu um kvöldið.
Sveitarfélagið hvetur öll nær og fjær til þess að gera sér glaðan dag og kíkja á Hofsós um helgina - þar verður stemmning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.