Fara í efni

Hjólað í vinnuna hefst í dag

08.05.2019

Átakið Hjólað í vinnuna hefst í dag, en Hjólað í vinnuna er verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2003. Verkefnið stendur yfir í þrjár vikur í maí á ári hverju og hefst í dag, miðvikudaginn 8. maí og lokadagur er þriðjudagurinn 28. maí. Tilgangur verkefnisins er að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum og er megin markmið verkefnisins að vekja athygli á heilsusamlegum og umhverfisvænum ferðamáta eins og að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur. Hægt er að skrá sig til leiks á www.hjoladivinnuna.is.