Fara í efni

Hjólað í vinnuna hefst á morgun

02.05.2017
Hjólað í vinnuna 2017

Hjólað í vinnuna hefst á morgun miðvikudaginn 3.maí og er þetta í 15. sinn sem keppnin fer fram. Það er ÍSÍ sem hefur veg og vanda af verkefninu sem fer fram um land allt.

Skráningar hófust fyrir tveimur vikum og eru í fullum gangi og hægt verður að skrá sig og sitt lið til leiks fram til keppnisloka þann 23.maí næstkomandi en það er um að gera að skrá sig sem fyrst til að eiga möguleika á vinningum í skráningarleiknum. Dregið verður úr skráðum þátttakendum á hverjum degi og hljóta þeir veglega vinninga frá Erninum og einn heppinn þátttakandi fær glæsilegt Trek reiðhjól að verðmæti 100.000 kr segir á heimasíðu verkefnisins.

Ekki er nauðsynlegt að hjóla til að vera með heldur er keppnin hvatning til að nota virkan ferðamáta eins og ganga, hlaupa eða taka strætó. Nú er vor í lofti og góð verðurspá fyrir næstu daga og því upplagt að taka þátt.