Fara í efni

Hjólað í vinnuna

05.05.2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna dagana 6. – 26. maí næstkomandi í þrettánda sinn. Þessi vinnustaðakeppni hefur það meginmarkmið að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.

Vinnustaðir eru hvattir til að taka þátt og skrá liðið sitt en skráningin er þegar hafin á  www.hjoladivinnuna.is 

Einnig verður í gangi instagram-leikur #hjólaðívinnuna

Aðalstyrktaraðili Hjólað í vinnuna er Valitor, aðrir samstarfsaðilar eru Rás 2, Hjólreiðasamband Íslands, Advania, Örninn, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Landssamtök hjólreiðamanna, Hjólafærni, Kaffitár og Ölgerðin.