Hitaveita lögð í Hofsstaðapláss

Unnið verður að lagningu hitaveitu í Hofsstaðapláss í sumar frá Svaðastöðum að Hofsstaðaseli, alls munu 10 bæir tengjast veitunni. Lagðar verða stofnlagnir frá Ríp í Hegranesi um Eylendið yfir Héraðsvötn. Nánar er sagt frá þessu á heimasíðu Skagafjarðarveitna.