Fara í efni

Héraðsbókasafn Skagfirðinga auglýsir eftir starfsmanni

02.09.2015

Héraðsbókasafn Skagfirðinga

Héraðsbókasafn Skagfirðinga auglýsir eftir starfsmanni í 85% starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfsmaður mun sinna almennum störfum bókavarðar.

Menntunar- og hæfnisskilyrði:

  • Stúdentspróf og góð tölvukunnátta.
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
  • Stundvísi, dugnaður, heiðarleiki og áreiðanleiki í starfi.
  • Skilyrði er að umsækjandi hafi mikinn áhuga á bókum.

Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl eða Ölduna stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2015

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórdís Friðbjörnsdóttir, héraðsbókavörður, í síma 453-5424 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið thordis@skagafjordur.is.

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.