Heitavatnstruflanir á Hofsósi í dag

Unnið verður við heitavatnslagnir á Hofsósi í dag, 18. ágúst. Af þeim sökum þarf að loka fyrir rennsli í Austurgötu, Kirkjugötu, Sætúni og Hátúni, en búast má við truflunum víðar.

Ekki er búist við að verkið taki langan tíma, en íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda.