Heitavatnslaust út að austan

Bilun er í dælustöð Skagafjarðarveitna í Hrollleifsdal.

Þar af leiðandi er heitavatnslaust hjá öllum notendum sem fá vatn þaðan.

Það er frá og með Sléttuhlíð og að Ásbæjum.

Ljóst er að taka mun nokkurn tíma að gera við bilunina og ná upp þrýstingi að nýju.

Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa.