Heilbrigðiseftirlitinu heimilt að fjarlægja númerslausa bíla í slæmu ástandi af einkalóðum

Mynd Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra
Mynd Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra

Í frétt á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að í nýjum úrskurði úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindanefndar sem kveðinn var upp þann 3. október sl. komi skýrt fram að heilbrigðiseftirlitið hafi heimild til þess að fjarlægja númerslausa bíla af einkalóðum, á þeirri forsendu einni að um sé að ræða lýti á umhverfinu. Úrskurðað var í kærumáli á hendur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja sem fjarlægði, númerslausan ryðgaðan bíl í slæmu ástandi af einkalóð. Hingað til hefur Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra litið svo á að ríkari forsendur þyrfti til þess að fjarlægja númerslausa bíla af einkalóðum  s.s. að olía væri að leka af bílum eða þá að rúður og ljós væru brotin þannig að slysahætta stafaði af bílflökum.  Það er ljóst að úrskurðurinn auðveldar mjög tiltekt á einkalóðum segir á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins.