Fara í efni

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra fær viðurkenningu

18.02.2015

Verkefni frá öllum Norðurlöndum voru tilnefnd í samkeppni um heilbrigðiseftirlitsverkefni og varð verkefni frá Danmörku hlutskarpast í samkeppninni. Verðlaunin voru veitt á Norrænni ráðstefnu sem haldin var í janúar á Hótel Hilton í Reykjavík.  Verkefni Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um eftirlit með veitingahúsum á sínu starfsvæði fékk sérstaka viðurkenningu en það var þríþætt. Bætt upplýsingagjöf til neytenda, markvissara eftirlit og breyttir starfshættir veitingastaðanna.

Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins.