Hátíðar- og skemmtidagskrá á Sauðárkróki í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslands

12:00 Teymt verður undir börnum við Skagfirðingabúð

12:30 Andlitsmálun við Skagfirðingabúð

  • Félagar úr Skátafélaginu Eilífsbúum selja gasblöðrur.

13:40 Skrúðganga frá Skagfirðingabúð að íþróttavelli.

14:00 Hátíðardagskrá á íþróttavellinum:

  • Hátíðarræðu flytur Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, kennari við Grunnskólann austan Vatna.
  • Lagaflutningur - Matthildur Ingimarsdóttir syngur.
  • Ingi Sigþór og Róbert Smári koma fram ásamt Fúsa Ben.
  • Ingó töframaður verður með sýningu.
  • Vígsla á nýja gervigrasvellinum.

Í framhaldi af hátíðardagskrá heldur gleðin áfram!

  • Hvolpasveitin kíkir í heimsókn.
  • Hoppukastalar.
  • Leikir og þrautir.