Fara í efni

Hátíð gengur í garð

22.12.2016
Sauðárkrókur

Á morgun er Þorláksmessa og margir að keppast við að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn, redda síðustu gjöfinni eða kaupa í matinn. Jólunum fylgja fjölskylduboð, guðsþjónustur og jólaböll ásamt fleiri viðburðum og hefðum innan fjölskyldna.

Víða eru skötuveislur á Þorláksmessunni, Skagfirðingasveit er með sína veislu í Sveinsbúð á Króknum kl 11 - 14, slysavarnadeildin Harpa í Höfðaborg á Hofsósi kl 12 - 13:30 og einnig er hægt að gæða sér á skötu í hádeginu í KS Varmahlíð.

Guðsþjónustur í kirkjum Skagafjarðar eru með hefðbundnum hætti og má nálgast upplýsingar um þær á heimasíðu sveitarfélagsins.  Á annan í jólum er jólaball á Ketilási sem hefst kl 15, 28. desember er jólaball Lionsklúbbs Sauðárkróks og Lionsklúbbsins Bjarkar í sal Fjólbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sem hefst kl 17. Jólaball kvenfélaga Lýtingsstaða- og Seyluhrepps er í Miðgarði 29. desember kl 14 og jólaballið í Höfðaborg  30. desember kl 17.

Flugeldasala björgunarsveitanna í Skagafirði hefst miðvikudaginn 28. desember.