Fara í efni

Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða matráð

12.08.2015

 

Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða matráð

Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða matráð til starfa næsta skólaár með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Um er að ræða 50% starf á starfsstöð skólans á Sólgörðum. Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá 09:30 - 14:00.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Matreiðslumenntun er æskileg eða reynsla af sviði matreiðslu í mötuneytum eða veitingahúsum.
  • Faglegur metnaður.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl eða Ölduna stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2015

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Bjarnason, skólastjóri, í síma 865-5044 eða með því að senda fyrirspurn á johann@gsh.is

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.