Fara í efni

Grunnskólinn austan Vatna auglýsir kennslustöður lausar til umsóknar

08.06.2015

 

Grunnskólinn austan Vatna auglýsir kennslustöður lausar til umsóknar

Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða kennara til starfa næsta skólaár í eftirfarandi stöður og á eftirfarandi starfsstöðvar.

Starfsstöð: Hofsós Smíðakennari. *Um er að ræða 30% starfshlutfall.

Handmenntakennari. *Um er að ræða 30% starfshlutfall.

Myndmenntakennari. *Um er að ræða 30% starfshlutfall.

Starfsstöð: Sólgarðar Um er að ræða skipta stöðu deildarstjórnunar og almennrar kennslu sem gerir ráð fyrir um 20 tíma kennsluskyldu miðað við fullt starf. Fjölbreyttar kennslugreinar svo sem íslenska, tónmennt, hannyrðir og fleira.

Starfsstöð:Hólar í Hjaltadal Almennur kennari / list og verkgreinar. *Um er að ræða 80% starfshlutfall. Fjölbreyttar kennslugreinar svo sem tungumál, list og verkgreinar sem og stuðningskennsla.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
  • Faglegur metnaður.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.

Störfin henta jafnt konum sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna Félags grunnskólakennara.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 21. júní 2015

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Jóhann Bjarnason, skólastjóri, í síma 865-5044 eða með því að senda fyrirspurn á johann@gsh.is.