Fara í efni

Gott samstarf milli leik- og grunnskóla í Varmahlíð

13.02.2015

Samstarf milli Birkilundar og Varmahlíðarskóla hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin með tilkomu verkefnisins Gaman saman. Markmið verkefnisins er að auka félagsfærni nemenda og auðvelda skólaskil. Skólarnir taka þátt í Comeníus Regio verkefni ásamt leik- og grunnskóla á Sauðárkróki og leik- og grunnskólum í Odense í Danmörku.

Það eru ekki einungis nemendur sem hittast því starfsfólkið kemur líka saman og gerir eitthvað skemmtilegt.  Fyrir stuttu var komið saman einn seinnipartinn, skipt í hópa, útbýtt verkefnum og unnið með þau. Nánar má lesa um samvinnu skólanna á heimasíðu Birkilundar.