Fara í efni

Göngum í skólann

10.09.2021

Verkefnið Göngum í skólann ( www.iwalktoschool.org ) hófst miðvikudaginn 8. september í fimmtánda sinn og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 6. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Sveitarfélagið Skagafjörður hvetur nemendur og foreldra þeirra til þess að ganga, hjóla eða nýta sér annan virkan ferðamáta, til og frá skóla og vinnu á meðan á verkefninu stendur.