Fara í efni

Góð aflabrögð hjá Skagafjarðarskipum

08.12.2014
Yfirsýn yfir Sauðárkrókshöfn

Á heimasíðu Skagafjarðarhafna segir að Klakkur SK-5 hafi komið úr 5 daga veiðiferð í gær, sunnudag, með 115 tonn af þorski og hófst löndun samdægurs. Aflabrögð hafa verið góð að undanförnu á Vestfjarðamiðum og hafa Fengur og Klakkur verið fljótir að fylla sig. Á þessu fiskveiðiári sem hófst 1. september er Farsæll SH-30 búinn að landa um 620 tonnum af þorski til vinnslu hjá Fisk Seafood og Klakkur um 1.555 tonnum.

Málmey SK-1 er á heimleið frá Gdansk í Póllandi eftir breytingar en var í gær við bryggju í Færeyjum. Seinkun hefur orðið á heimkomu skipsins en áætlunin var að vera á Akranesi í dag, 8. desember, segir ennfremur á síðu Skagafjarðarhafna.