Fara í efni

Glanni glæpur í Bifröst

13.03.2018
Glanni glæpur í Latabæ verður í Bifröst næstu daga

10. bekkur Árskóla setur upp leikritið Glanna glæp í Latabæ þetta árið og eru fyrstu sýningarnar miðvikudaginn 14. mars kl 17 og 20.  Höfundur er Magnús Scheving en leikgerð ásamt honum er eftir Sigurð Sigurjónsson og leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.

Í Latabæ gengur allt sinn vanagang í mesta bróðerni hjá Sollu stirðu, Halla hrekkjusvíni, Sigga sæta og öðrum íbúum þar til furðufuglinn Glanni glæpur birtist. Sýnt verður alla daga til og með sunnudeginum 18. mars og eru miðapantanir í síma 453 5216.

Miðaverð er 500 kr fyrir 5 ára og yngri, 1.000 kr fyrir grunnskólanemendur og 2.000 kr fyrir aðra. Ekki er tekið við greiðslukortum.