Garðlöndin tilbúin á Sauðárkróki og í Varmahlíð

Garðland gert klárt fyrir sumarið
Garðland gert klárt fyrir sumarið

Fyrir þá sem sótt hafa um garðland á Sauðárkróki og í Varmahlíð þá tilkynnist það að garðlandið er tilbúið. Á Sauðárkróki eru 420 lengdarmetrar af 1 m breiðum beðum og koma 25 lengdarmetrar í hlut hvers og eins, en 16 sóttu um garðland á Sauðárkróki að þessu sinni. Í Varmahlíð voru umsækjendur 10 og sóttu flestir um 20-25 m2 skika. Þar mætti bæta einum til tveimur skikum við, meðan garðpláss leyfir.