Garðlönd Sauðárkróki

Tilkynning til íbúa Sauðárkróks.

Hér með er vakin athygli ykkar, sem kunna að hafa áhuga, að fá til afnota garðland á Sauðárkróki næsta vor. Finnist nægir listhafendur, er ætlunin að útbúa garðlönd fyrir áhugasama norðan Áshildarholtsvatns, þar sem rækta mætti kartöflur og/eða aðrar matjurtir. Þeir sem hafa áhuga sendi tölvupóst á kari@skagafjordur.is og tilgreini hversu stóran reit þeir vilji. Frestur til að sækja um er til 1. desember n.k.

Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi