Fara í efni

Gangsetning gangbrautarljósa á Sauðárkróki

31.03.2017
Gangbrautarljós á Sauðárkróki

Í dag hefur verið unnið að gangsetningu gangbrautarljósa við Árskóla á Sauðárkróki. Gangandi vegfarendur ýta á hnapp til að óska eftir „grænum karli“ og virkja rautt ljós á ökutæki.

Sérstakir skynjarar nema nærveru gangandi vegfarenda á leið yfir götu og er ljósatími stilltur eftir því hversu lengi viðkomandi er á leið yfir götuna. Markmið með uppsetningu ljósanna er að auka öryggi gangandi vegfaranda, ekki síst skólabarna á leið í og úr skóla.